Það er helst að vefir TTK og OrkuNetsins taka breytingum þessa dagana. Undanfarið ár hefur verið fordæmalaust á fleiri sviðum en bara Covid-19. Við lentum í gagnatapi – þrátt fyrir virkilega ítarlegar varúðarráðstafanir, vefirnir okkar fóru niður – og tímaskortur hamlaði því að þeir færu upp aftur. Innviðirnir hafa líka tekið stakkaskiptum. Nú notumst við jöfnum höndum við Linux og Windows – og leggjum meiri áherslu á cross-platform .NET þróun (.NET5 og erum byrjuð að skoða .NET6). Nú með rénandi Covid-19 vonumst við til að bjartari tímar liggi framundan – og að lífið eigi eftir að leika við okkur öll. Gleðilegt sumar 2021!