Bætt diskakerfi

Í den ráðlagði ég fólki að nota Illumos og ZFS til að hýsa stór diskasöfn. Illumos varð síðan svolítið poster child fyrir þróun og það varð millibilsástand þar sem ekki voru í boði Illumos afleiður sem hentuðu í daglegan rekstur. En ég get með ánægju sagt frá því að OmniOS er alveg að gera góða hluti! Við erum komin með það í rekstur á 2 stöðum og gefst bara vel. Það mun meira efni um OmniOS koma hér þegar fram líða stundir

Nýr vefur, nýjir tímar, breyttar kringumstæður

Staða

Það er helst að vefir TTK og OrkuNetsins taka breytingum þessa dagana. Undanfarið ár hefur verið fordæmalaust á fleiri sviðum en bara Covid-19. Við lentum í gagnatapi – þrátt fyrir virkilega ítarlegar varúðarráðstafanir, vefirnir okkar fóru niður – og tímaskortur hamlaði því að þeir færu upp aftur. Innviðirnir hafa líka tekið stakkaskiptum. Nú notumst við jöfnum höndum við Linux og Windows – og leggjum meiri áherslu á cross-platform .NET þróun (.NET5 og erum byrjuð að skoða .NET6). Nú með rénandi Covid-19 vonumst við til að bjartari tímar liggi framundan – og að lífið eigi eftir að leika við okkur öll. Gleðilegt sumar 2021!